Körfubolti

Landsliðið missti af tengiflugi til Portúgal

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta missti af tengiflugi sínu til Portúgal frá Lundúnum í dag þar sem liðið á leik á sunnudaginn gegn heimamönnum í undankeppni EuroBasket.

Frá blaðamannafundi landsliðsins í körfubolta. Fréttablaðið/Stefán

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta missti af tengiflugi sínu til Portúgal frá Lundúnum í dag þar sem liðið á leik á sunnudaginn gegn heimamönnum í undankeppni EuroBasket.

Kemur þetta fram í tilkynningu sem Körfuboltasamband Íslands, KKÍ, sendi frá sér í dag en samstarfsaðili KKÍ, Icelandair, fann annað flug innan skamms.

Lendir íslenska landsliðið fyrir vikið rétt fyrir tíu að staðartíma og mun eflaust ekki koma á liðshótelið fyrr en um miðnætti á staðartíma.

Mætir Ísland liði Portúgal á sunnudaginn klukkan 17:30 og fá því landsliðsmennirnir eina æfingu í keppnishöllinni á morgun fyrir leik.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Fínt framan af hjá íslenska liðinu

Körfubolti

Helena: Höfum trú á sigri í þessum leik

Körfubolti

Vill sjá heilsteyptan leik hjá íslenska liðinu

Auglýsing

Nýjast

Valur fór ansi illa með Hauka

Nokkrir góðir kaflar dugðu ÍBV til sigurs

Felix tryggði íslenska liðinu jafntefli

Strembið verkefni hjá Selfossi

Höttur og Huginn sameinast

Þessar mæta Slóvökum síðdegis

Auglýsing