Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Samúel Kári Friðjónsson skrifuðu báðir undir hjá nýjum liðum í dag, Birkir á Ítalíu en Samúel í Keflavík.

Birkir var að semja við ítalska félagið Brescia þar sem hann verður liðsfélagi Mario Balotelli. Birkir skrifaði undir sex mánaða samning með möguleika á árs framlengingu hjá Brescia sem er að berjast fyrir lífi sínu í efstu deild.

Samúel Kári samdi við Paderborn sem er í fallbaráttu í efstu deild þýska boltans. Keflvíkingurinn var orðaður við lið í Rússlandi á síðasta ári en kemur nú í fallbaráttu þýska boltans í lið sem hefur verið á flakki milli efstu og næst efstu deildar undanfarin ár.

Þá var Ingvar Jónsson sem á að baki tíu leiki í marki íslenska landsliðsins að semja við Víking Reykjavík.