Ahmet var að keyra bíl sínum eftir hraðbraut þegar að hann missti stjórn á honum og klessti á.

Ahmet var einn í bílnum og var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Hann á að baki 8 leiki fyrir landslið Tyrklands í knattspyrnu og hafði síðan árið 2020 spilað með tyrkneska liðinu Konyaspor.

,,Það er með miklum harmi sem við tilkynnum um andlát Ahmet Calik sem hefur skipað sér sess í hjörtum stuðningsmanna okkar og borgarinnar frá því að hann gekk til liðs við félagið. Við sendum samúðarkveðjur til allra sem eiga um sárt að binda, sérstaklega fjölskyldu leikmannsins," segir í yfirlýsingu frá Konyaspor.

Ahmet hóf feril sinn hjá yngri liðum Genclerbirligi Ankara. Hann vann sér síðan inn sæti í aðalliði félagsins og spilaði 118 leiki fyrir það. Í janúar árið 2017 gekk hann síðan til liðs við Galatasaray þar sem hann átti eftir að spila 56 leiki og skora þrjú mörk.

Hann hafði síðan getið sér gott orð undanfarið hjá Konyaspor þar sem hann spilaði 51 leik, skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu.