Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands hefur opinberað landsliðshóp liðsins sem tekur þátt í upphafsverkefni liðsins í undankeppni EM. Líkt og greint hefur verið frá áður.
Um er að ræða landsliðshóp liðsins fyrir fyrstu leiki íslenska landsliðsins í undankeppni EM, gegn Bosníu & Herzegovinu þann 23. mars næstkomandi og Liechtenstein þann 26. mars. Báðir leikir fara fram á útivelli.
Líkt og greint hefur verið frá áður er Albert Guðmundsson ekki í landsliðshópnum þrátt fyrir að Arnar Þór hafi sett sig í samband við hann. Þá er Birkir Bjarnason ekki að finna í hópnum.
Landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson er þó að finna í hópnum en hann getur ekki tekið þátt í leiknum gegn Bosníu & Herzzegovinu þar sem að hann tekur þar út leikbann.
Landsliðshópur Íslands:
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk
Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk
Aron Elís Þrándarson - OB Odense - 17 leikir, 1 mark
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted - FC Twente - 14 leikir
Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Copenhagen - 17 leikir, 3 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Copenhagen - 7 leikir
Þórir Jóhann Helgason - US Lecce - 16 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC - 10 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley FC - 82 leikir, 8 mörk
Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 63 leikir, 15 mörk
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk
Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK - 2 leikir
Leikmenn til vara:
Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark
Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir
Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir
Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur
Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk