Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag leikmannahóp kvennalandsliðsins fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023. Athygli vekur að Amanda Andradóttir, leikmaður Valerenga er í hópnum en hún var einnig valin í U-19 ára lið Noregs.

Fyrsti leikur Íslands er gegn Evrópumeisturum Hollands þann 21. september næstkomandi. Það verður um leið fyrsti mótsleikur liðsins undir stjórn nýs þjálfarateymis.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er enn fjarverandi en hún á von á barni á næstu vikum á meðan Sif Atladóttir snýr aftur í landsliðshópinn en hún fór af stað á ný fyrr á þessu ári eftir barnsburð.

Athygli vekur að Amanda er í hópnum en hún þykir ein af efnilegustu knattspyrnukonum Norðurlandanna. Hún hefur undanfarna mánuði leikið með yngri landsliðum Noregs enda getur hún valið á milli norska landsliðsins og þess íslenska.

Amanda sem er átján ára gömul leikur með Ingibjörgu Sigurðardóttur hjá Valerenga en hún komst ung inn í aðallið Nordsjælland í Danmörku.

Hópurinn:

Sandra Sigurðardóttir - Valur - 36 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir - KIF Örebro - 3 leikir

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV

Elísa Viðarsdóttir - Valur - 40 leikir

Guðný Árnadóttir - AC Milan - 10 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 93 leikir, 6 mörk

Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 37 leikir

Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 11 leikir

Sif Atladóttir - Kristianstads DFF - 82 leikir

Hallbera Guðný Gísladóttir - AIK - 119 leikir, 3 mörk

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 5 leikir

Andrea Rán Hauksdóttir - Houston Dash - 12 leikir, 2 mörk

Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 92 leikir, 30 mörk

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 80 leikir, 11 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir - Eintracht Frankfurt - 14 leikir, 2 mörk

Karitas Tómasdóttir - Breiðablik - 4 leikir

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Munich - 8 leikir, 3 mörk

Amanda Andradóttir - Valerenga

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Hammarby - 52 leikir, 7 mörk

Elín Metta Jensen - Valur - 58 leikir, 16 mörk

Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 37 leikir, 3 mörk

Sveindís Jane Jónsdóttir - Kristianstads DFF - 8 leikir, 2 mörk

Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 19 leikir, 3 mörk