Karlalandslið Íslands í körfubolta mætti til Rússlands fyrr í dag og hefur lokið sinni fyrstu æfingu. Liðið keppir við landslið Rússlands á morgun, mánudag, klukkan fimm eftir hádegi á íslenskum tíma. Samkvæmt Körfuknattleikssambandi Íslands er vel hugsað um hópinn.