Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði í fyrsta sinn saman á þessu ári þegar liðið tók fyrstu æfingu á Spáni í dag í aðdraganda leikja Íslands gegn Andorra og Frakklandi í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Ísland hefur leik gegn Andorra á föstudaginn en leikmenn liðsins komu saman í litlum bæ fyrir utan Barcelona í dag þar sem þeir munu æfa næstu daga.

Knattspyrnusambandið birti í dag mynd á Twitter-síðu sinni frá fyrstu æfingu liðsins í Peralada á Spáni þar sem liðið mun dvelja næstu daga áður en haldið verður til Andorra.

Hægt er að sjá mynd frá æfingu landsliðsins í dag hér fyrir neðan.