Knattspyrnulandslið Gana fékk góðar fréttir í dag þegar staðfest var að fimm leikmenn, þar á meðal Inaki Williams, leikmaður Athletic Bilbao og Tariq Lamptey, leikmaður Brighton, væru gjaldgengir í landslið Gana.

Í yfirlýsingu frá knattspyrnusambandi Gana kemur fram að Williams, Lamptey, Stephen Ambrosius og Ransford-Yeboah Koningsdorffer hjá HSV og Patric Pfeiffer hjá Darmstadt væru nú gjaldgengir í landslið Gana.

Williams sem er fæddur og uppalinn í Bilbao á Spáni á að baki einn leik fyrir Spán árið 2016 en foreldrar hans koma frá Gana. Hann á að baki 272 leiki í efstu deild spænska boltans og hefur ekki misst af leik í rúm sex ár.

Lamptey á leiki fyrir yngri landslið Englands og þessi 21 ára bakvörður hefur heillað marga með frammistöðum sínum í ensku úrvalsdeildinni en ljóst er að hann var aftarlega í goggunarröðuninni þegar kom að bakvörðum hjá enska landsliðinu.

Hann, líkt og Williams, er sonur innflytjenda frá Gana sem fæddist í öðru landi en ákvað að leika fyrir hönd land foreldra sinna.