Enska knattspyrnufélagið Chelsea tilkynnti í morgunsárið að félagið hefði ráðið Frank Lampard fyrrverandi leikmann liðsins til þess að stýra karlarliði félagsins til næstu þriggja ára.

Lampard tekur við liðinu af Maurizio Sarri sem lét af störfum eftir eitt ár í starfi hjá Chelsea og tók við stjórnartaumunum hjá Juventus.

Þessi 41 árs gamli knattspyrnustjóri lék með Chelsea á árunum 2001 til 2014 og vann á þeim árum 11 stóra titla.

Þá er Lampard markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 211 mörk í 648 leikjum en aðeins Ron Harris, Peter Bonetti og John Terry hafa leikið fleiri leiki fyrir Chelsea.