Chelsea er að ganga frá kaupunum á Hakim Ziyech frá Ajax fyrir fjörutíu milljónir evra samkvæmt hollenskum fjölmiðlum.

Enska félagið sóttist eftir Ziyech í janúarglugganum sem var að ljúka án árangurs þar sem Ajax var ekki tilbúið að missa sóknartengiliðinn sem kemur frá Morokkó.

Hollenskir fjölmiðlar fullyrða að félögin séu búin að komast að samkomulagi um kaupverðið á Ziyech sem var í lykilhlutverki þegar Ajax komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrra.

Hinn 26 ára gamli Ziyech hefur skorað átta mörk og lagt upp 21 mörk fyrir liðsfélaga sína það sem af er tímabilsins.