Norskir fjölmiðlar fjalla í dag um rifrildi milli Lars Lagerback og Alexander Sørloth eftir leik Noregs og Serbíu. Fyrirliðar norska landsliðsins eru búnir að stíga fram og segja að Sørloth hafi gengið of langt.

Noregur féll úr leik í undankeppni EM 2020 eftir tapið gegn Serbíu. Lars mistókst því að koma Noregi á stórmót í fyrstu tilraun.

Norski miðillinn VG greindi frá því að Sørloth hefði misst stjórn á skapi sínu eftir leikinn. Þar gagnrýndi hann liðsvalið og leikaðferð Lagerback.

Lars staðfesti þetta í yfirlýsingu á heimasíðu norska knattspyrnusambandsins í dag og sagði leikmann sinn hafa farið yfir strikið.

„Ég get sætt mig við gagnrýni á aðferðir mínar en Alexander var ekki að því heldur að gagnrýna mig og aðstoðarmann minn sem þjálfara. Á mínum þrjátíu árum sem þjálfari hef ég aldrei kynnst öðru eins sem fara svona yfir strikið. Ég hef rætt við ýmsa leikmenn með fjórum landsliðum en aldrei hafa viðræðurnar farið svona.“

Stefan Johansen, Omar Elabdellaoui og Joshua King sem hafa sinnt hlutverki fyrirliða, fordæma hegðun Sørloth á vef norska knattspyrnusambandsins í dag en beina einnig orðum sínum til Lars um að nota réttu orðin í aðdraganda leikja.