Nadia Nadim, landsliðskona Danmerkur í fótbolta, hefur ekki látið það duga að vera atvinnukona í fótbolta undanfarin ár. Nadim sem leikur með MLS-liðinu Racing Louisvville útskrifaðist nefnilega á dögunum sem lýtalæknir.

Þessi 34 ára gamli sóknarmaður kom til Evrópu sem flóttakona frá Afghanistan. Á fótboltaferli sínum hefur hún auk þess að leika á danskri grundu til að mynda orðið bandarískur meistari með Portland Thorns. Þar lék hún með Dagnýju Brynjarsdóttur.

Þá söðlaði Nadim um og spilaði með Manchester City og varð svo Frakk­lands­meist­ari með Par­ís Saint-Germain síðastliðið vor. Í þeim 99 lands­leikjum sem Nadim hefur spilað fyrir Dan­mörku hef­ur hún skorað 38 mörk.

Nadim sérhæfði sig í læknanámi að skurðaðgerðum hjá fólki sem er í endurhæfingu vegna slysa eða fengið áverka af öðrum ástæðum. Það mun líklega ekki skemma fyrir á starfsferli Nadim sem læknir að hún getur talað 11 tungumál.