Knatt­spyrnu­sér­fræðingur BBC og fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­kona í knatt­spyrnu, Alex Scott segir frá því í ævi­sögu sinni hvernig hún hafi orðið vitni af heimilis­of­beldi sem faðir hennar beitti móður hennar.

Henni finnst það leitt að hafa ekki getað hjálpað móður sinni, Alex var bara barn á þessum tíma og hefði viljað greina frá of­beldinu sem móðir hennar varð fyrir fyrr.

Í ný­út­gefinni ævi­sögu sinni lýsir Alex því hvernig hún hafi heyrt föður sinn reiðast móður sinni þegar að hún lá upp í rúmi sem barn í austur London.

„Það eina sem ég gat gert var að liggja þarna og biðja til guðs um að mamma yrði á lífi þegar að ég myndi vakna um morguninn.

Faðir hennar neitar sök

Móðir hennar hafi á þessum tíma að Alex og bróðir hennar hafi legið uppi í rúmum sínum á hverju kvöldi og heyrt allt sem fór fram milli hennar og föður barnanna.

„Hún reyndi að vera sterk á á­kveðin hátt á meðan að við reyndum að sýna styrk án þess að geta hjálpað henni. Ég man þetta eins og þetta hafi átt sér stað í gær. Ég gat ekki gert neitt."

Faðir Alex steig fram í fjöl­miðlum í gær og þver­tók fyrir á­sakanirnar sem hún leggur fram á hendur honum í ævi­sögunni.

„Kannski er hún að dæma mig út frá stöðlum nú­tíma­sam­fé­lags, ég veit það ekki. For­eldrar á þessum tíma voru mun strangari í þá daga. En ég beitti aldrei of­beldi, það býr ekki í mér. Ég barði aldrei Alex né annan með­lim fjöl­skyldunnar," sagði faðir hennar í viðtali sem birtist hjá Daily Mail.

Ekki sama um móður mína

Alex svarar þessum um­mælum föður síns í við­tali sem birtist á vef­síðu BBC. „Mér er í raun sama um það sem ég lenti í. Ef hann kallar það að berja barn með belti bara að vera strangur þá tek ég því bara.

Mér er sama um mína hlið í þessu en mér er ekki sama um móður mína, óttann og hryllinginn sem hún þurfti að búa við og þá stað­reynd að ég hafði ekki burði til að hjálpa henni.

Það sem ég get hins vegar gert er að opin­bera það sem ég upp­lifði í barn­æsku, segja sann­leikann. Ég stend við allt það sem kemur fram í ævi­sögu minni."

Alex hefur heitið því að allur á­góði af sölu ævi­sögu sinnar renni beint til sam­taka sem hjálpa konum sem hafa orðið fyrir heimilis­of­beldi.

Sjálf náði Alex að gera virkilega vel á sínum knattspyrnuferli sem spannaði bæði tímabil hennar sem atvinnukona í knattspyrnu sem og landsliðskona með enska landsliðinu.

Þá lék hún með liðum á borð við Arsenal og Birmingham City á sínum ferli.