Fótbolti

Líklegt byrjunarlið gegn Frökkum

Ísland mætir Frakklandi í vináttulandsleik í knattspyrnu karla í Guingamp um kvöldmatarleytið. Búast má við nokkrum breytingum á byrjunarliði íslenska liðsins frá síðasta leik sem var gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september síðastliðnum.

Erik Hamrén mun að öllum líkindum gera allavega fjórar bretyingar á byrjunarliði íslenska liðsins frá síðasta leik. Fréttablaðið/Ernir

Leiða má líkum að því að Erik Hamrén og Freyr Alexandersson, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu muni gera um það bil fjórar breytingar á byrjunarliði íslenska liðsins frá síðasta leik liðsins sem var tapleikur gegn Belgíu gegn Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í síðasta mánuði þegar liðið mætir Frakklandi í vináttulandsleik í Guingamp í kvöld. 

Emil Hallfreðsson sem hóf leikinn gegn Belgum inni á miðsvæðinu er meiddur og verður ekki með í leiknum í kvöld. Þá er Jón Daði Böðvarsson sem leiddi framlínu liðsins sömuleiðis að glíma við meiðsli og er fjarri góðu gamni. 

Sverrir Ingi Ingason var veikur í gær og ekki víst að hann verði búinn að ná sér í tæka tíð fyrir leikinn í kvöld og Hörður Björgvin Magnússon er tæpur vegna meiðsla sinna í læri og rassvöðva.

Líklegt þykir að Kári Árnason, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason og Arnór Ingvi Traustason leysi fyrrgreinda leikmenn af hólmi þegar Ísland etur kappi við ríkjandi heimsmeistara.  

Fréttablaðið spáir því að byrjunarlið íslenska liðsins verði svona: 

Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Ari Freyr Skúlason, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson. Miðja: Birkir Bjarnason, Rúnar Már Sigurjónsson, Gylfi Þór Sigurðsson. Sókn: Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Arnór Ingvi Traustason. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Jón Dagur sá rautt

Fótbolti

Nani að semja við lið í MLS

Fótbolti

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Auglýsing

Nýjast

Stjarnan sigursælust

Börsungar nánast öruggir með toppsætið

Sárt tap í bikarúrslitum

Frábær seinni hálfleikur Swansea

Úlfarnir í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í 16 ár

„Vorum að vinna frábært lið í dag“

Auglýsing