Það er engan bil­bug að finna á Kyri­e Ir­ving þegar kemur að því að hafna bólu­setningu við Co­vid-19 en stjörnu­ba­k­vörðurinn var skráður á meiðsla­lista Brook­lyn Nets í að­draganda æfingar­leiks Brook­lyn Nets gegn Milwaukee Bucks að­fara­nótt laugar­dags. Ir­ving er hvorki heimilt að taka þátt í leikjum né æfingum Nets fyrr en hann þiggur bólu­setningu sam­kvæmt reglum New York-fylkis en Ir­ving virðist ætla að standa á sínu.

Nets er ó­heimilt að nefna hvaða leik­menn hafa þegið eða hafnað bólu­setningu og var því ekki á­stæða gefin fyrir fjar­veru Ir­vings sem fylgdist með úr stúkunni í fyrsta æfingar­leik vetrarins á dögunum. Tíma­bil Brook­lyn hefst eftir tíu daga þegar Nets heim­sækir ríkjandi meistara Milwaukee Bucks. Ir­ving hefur sjö sinnum verið valinn í stjörnu­liðið á tíu ára ferli í NBA-deildinni og unnið einn meistara­titil.

Erfitt að fá undan­þágur

Nokkrir leik­menn NBA-deildarinnar hafa reynt að komast undan því að þiggja bólu­efni á undan­förnum vikum. Hafnaði deildin meðal annars beiðni frá Andrew Wiggins, leik­manni Golden Sta­te Warri­ors, um að fá undan­þágu frá bólu­setningu vegna trúar sinnar. Wiggins og fleiri hafa gefið eftir enda eru ríkis­stjórar í Kali­forníu og New York búnir að setja kröfu um bólu­setningu áður en ein­staklingar fara inn í hallir líkt og leikir í NBA-deildinni fara fram í.

Fjar­vera Ir­vings í gær kostaði hann 381 þúsund dollara, um fimm­tíu milljónir ís­lenskra króna, sem nær til allra heima­leikja Brook­lyn og allra leikja liðsins í Kali­forníu­ríki. Mun hann því verða af að minnsta kosti sex­tán milljónum dollara ef hann verður á­fram í liði Brook­lyn og hafnar bólu­setningu.