Það má með sanni segja að sóknarmaðurinn Paulo Dybala hafi fengið magnaðar móttökur er hann var kynntur til leiks fyrir stuðningsmönnum ítalska úrvalsdeildarliðsins Roma á dögunum.

Dybala hefur nú gengið til liðs við lærisvæna José Mourinho í Roma frá Juventus og þúsundir tóku á móti honum er hann var kynntur til leiks við Fendi tískuhúsið í Rómarborg.

Þessi argentínski sóknarmaður hafði verið á mála hjá Juventus frá því árið 2015. Þar spilaði hann 293 leiki, skoraði 115 mörk og gaf 48 stoðsendingar. Þá varð hann ítalskur meistari fimm sinum og ítalskur bikarmeistari í fjórgang.

Það er til mikils ætlast af honum hjá Roma líkt og draga má af mótttökunum sem Dybala fékk frá stuðningsmönnum Roma.