Billy Foster, kylfusveinn á PGA-mótaröðinni undanfarna áratugi, náði þeim merka áfanga um helgina að vera kylfusveinn hjá sigurvegara á risamóti í fyrsta sinn eftir að hafa verið kylfusveinn hjá kylfingum á borð við Tiger Woods og Seve Ballesteros.
Foster vakti athygli þegar hann táraðist úr gleði eftir að Fitzpatrick tryggði sér titilinn á Opna bandaríska meistaramótinu. Kylfusveinninn sýndi í raun mun meiri tilfinningar en Fitzpatrick sem var að vinna sinn fyrsta risatitil.
Nearly four decades on the bag all over the world.
— PGA TOUR (@PGATOUR) June 20, 2022
Finally, Billy Foster is a major winner. pic.twitter.com/J7ajTqZXbP
Kylfusveinninn hefur áður unnið með fyrrnefndum Tiger Woods og Seve Ballestros ásamt því að vinna um tíma með Sergio Garcia, Thomas Bjorn, Darren Clarke og Lee Westwood.
Margir af frægustu kylfingum heims síðustu árin óskuðu Foster til hamingju en Westwood sagði áhugaverða sögu af Foster þegar hann bjargaði Tiger Woods úr neyðarlegri stöðu á klósettinu.
Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá þegar Westwood er að tala við Jimmy Bullard, fyrrum knattspyrnumanninn um umrætt atvik þegar Foster og Tiger voru á klósettinu á Ryder-bikarnum.
"Europe, one up" 🤣@WestwoodLee shares a hilarious story of how his former caddie Billy Foster saved Tiger Woods at the 2012 Ryder Cup 🏌️♂️
— Sky Bet (@SkyBet) December 8, 2021
Click below to listen to the full episode of Off The Hook with @jimmybullard 🎣
Tiger hafi gengið örna sinna á klósettinu áður en hann sá að það hafi ekki verið klósettpappír og að Foster hafi rétt honum pappír og spurt hvort að lið Evrópu fengi forskot á golfvellinum í skiptum.