Atvinnuylfingurinn Bryson DeChambeau fékk heldur betur að finna fyrir því á nýliðinni helgi þegar mót LIV-mótaraðarinnar fór fram í Boston. LIV-mótaröðin hefur komið inn af miklum krafti í golfheiminn en mótaröðin er keyrð áfram á fjármagni frá Sádi-Arabíu.

Keppt var í Boston um nýliðna helgi og þar reyndist Bryson ansi óheppinn er hann labbaði af fullu krafti á reipi sem hann taldi hafa verið lyft yfir höfuð sitt. Það var hins vegar ekki raunin og labbaði hann beinustu leið með andlitið á reipið.

„Guð minn góður, fjandinn hafi það," sagði Bryson í kjölfarið. „Ég sé ekkert, shit! Beint í augað á mér, ég sé ekkert."

Hann náði hins vegar að halda leik áfram og endaði mótið á fimm höggum á eftir Cameron Smith sem vann mótið.