Alþjóðagolfsambandið gerir ekki ráð fyrir að breyta reglum sínum sem varða valið á kylfingum fyrir Ólympíuleikana. Með því er hætt við því að enginn af LIV-mótaröðinni komist á næstu Ólympíuleik

Þátttakendalistinn í golfi á Ólympíuleikunum notast við heimslistann í golfi og eins og staðan er í dag fá kylfingar engin stig á heimslistanum fyrir árangur sinn á LIV.

Það er því hætt við því að kylfingar á borð við Dustin Johnson, Brooks Koepka, Bryson DeChambeau og fleiri verði ekki með á Ólympíuleikunum í París.

Þeir gætu unnið sér inn stig á risamótunum en annars eiga þeir í hættu á að missa af Ólympíuleikunum.

Dustin hefur sjálfur tvisvar afþakkað boð um að keppa á Ólympíuleikunum eins og margir af bestu kylfingum heims.