Sextán kylfingar á LIV-mótaröðinni í golfi eru farnir að hafa í hótunum ef Evrópumótaröðin dregur ekki til baka ákvörðun sína um sektir og keppnisbann.

Evrópumótaröðin sektaði alla leikmenn mótaraðarinnar sem tóku þátt í fyrsta viðburði LIV-mótaraðarinnar um hundrað þúsund pund og setti þá í bann frá keppnum.

Ian Poulter, Lee Westwood og fleiri, gáfu Evrópumótaröðinni umhugsunarfrest til að draga ákvörðun sína til baka áður en þeir myndu kæra.

LIV-mótaröðin heldur áfram að valda úlfúð innan golfheimsins enda hafa fjölmargir af bestu kylfingum heims hafa þegið boð mótshaldara um að skipta um mótaröð og fengið veglega greitt fyrir það.

Yfirvöld í Sádi-Arabíu eru að fjármagna mótaröðina og lögðu til tvo milljarða Bandaríkjadala í þetta verkefni.