Kvið­mágarnir John Terry og Wa­yne Brid­ge, fyrrum sam­herjar hjá bæði Chelsea og enska lands­liðinu í knatt­spyrnu, dvelja nú á sama hótelinu í Katar í tenglum við Heims­meistara­mótið í knatt­spyrnu. Frá þessu greinir The Times.

Það var árið 2009 sem fréttir, þess efnis að John Terry hefði átt í leyni­legu ástar­sam­bandi með Vanessu Per­roncel unnustu Wa­yne Brid­ge, tóku að birtast í ensku pressunni.

Fréttirnar ollu miklu fjaðra­foki. Per­roncel þver­tók fyrir sögu­sagnirnar í kjöl­farið en at­vik á milli Brid­ge og Terry í leik Manchester City og Chelsea þar sem Brid­ge, þá leik­maður Manchester City, neitaði að taka í höndina á John Terry, þá leik­manni Chelsea varð til þess að sögu­sagnirnar fengu byr undir báða vængi.

The Times greinir nú frá því að bæði Brid­ge og Terry dvelji á Fair­mont hótelinu í Doha. Báðir eru þeir mættir til Katar í tengslum við HM í knatt­spyrnu, Brid­ge í boði FIFA og Terry sem sér­fræðingur hjá katörsku sjón­varps­stöðinni beIN Sports.

,,Okkar skilningur er sá að þeim hafi tekist að rekast ekki á hvorn annan á þessum tíma," segir í frétt The Times.

Í kjöl­farið á 2010 at­vikinu sendi Brid­ge frá sér yfir­lýsingu þar sem hann til­kynnti um lok lands­liðs­ferils síns með Eng­landi þar sem mögu­leg vera bæði hans og Terry í lands­liðs­hópnum gæti orðið til þess að slæmt and­rúms­loft myndi myndast í hópnum.