Enski boltinn

Kveður Chelsea með næstbesta sigurhlutfall allra

Pep Guardiola er eini knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem er með betra sigurhlutfall en Antonio Conte sem var í dag rekinn frá C

Conte fagnar eftir sigur Chelsea á Manchester United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í vor. Fréttablaðið/Getty

Chelsea staðfesti í dag að leiðir félagsins og Antonios Conte hefðu skilið.

Conte var tvö tímabil við stjórnvölinn hjá Chelsea og undir hans stjórn varð Lundúnaliðið Englandsmeistari 2017 og bikarmeistari 2018. Chelsea komst einnig í bikarúrslitaleikinn 2017 en tapaði þá fyrir Arsenal.

Conte stýrði Chelsea í alls 106 leikjum; 69 þeirra unnust, 17 enduðu með jafntefli og 20 töpuðust. Aðeins Avram Grant (67%) er með betra sigurhlutfall en Conte (65%) af knattspyrnustjórum Chelsea.

Í ensku úrvalsdeildinni stýrði Conte Chelsea í 76 leikjum; 51 leikur vannst, 10 enduðu með jafntefli og 15 töpuðust. Markatalan var 147-71.

Pep Guardiola (72%) er eini stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem er með betra sigurhlutfall en Conte (67%). Það dugði Ítalanum þó ekki til að halda starfinu hjá Chelsea sem endaði í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að landi Contes, Maurizio Sarri, taki við Chelsea. Hann náði góðum árangri með Napoli en hætti þar í vor.

Chelsea mætir Perth Glory í fyrsta leik undirbúningstímabilsins 23. júlí næstkomandi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Enski boltinn

VAR tekið upp á Englandi

Auglýsing

Nýjast

Tveir leikmenn Þórs/KA æfa með Leverkusen

Leikmaður í efstu deild féll á lyfjaprófi

Fyrrverandi leikmaður Boston fyllir skarð Martins

Aron skoraði eitt af mörkum umferðarinnar - myndband

LeBron með 51 stig gegn gamla liðinu

Jafnt í síðasta leiknum í Kína

Auglýsing