Kvennalið Corinthians bætti í gær heimsmetið yfir flesta sigurleiki í röð þegar liðið vann 28. leikinn í röð í öllum keppnum og hirti með því metið af TNS frá Wales.

Corinthians er sterkasta lið Suður-Ameríku og hefur unnið 25 leiki í röð í deildarkeppninni heima fyrir. Síðasta tap Corinthians kom um miðjan mars.

Velska félagið TNS setti metið árið 2016 þegar þeir bættu met Ajax um einn leik en ólíklegt er að liði takist að hrifsa þetta met frá Corinthians.

Minnstu mátti muna að sigurhrynunni lyki í gær í 1-0 sigri þegar Taty Amaro, markvörður Corinthians, átti frábæra markvörslu undir lok venjulegs leiktíma.