Körfubolti

Kvennalið KR bætir við öflugum bakverði

KR fékk góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Dominos-deild kvenna þegar félagið samdi við Kiönu Johnson um að leika með liðinu á tímabilinu sem hefst í næsta mánuði.

Johnson í leik með Michigan State háskólanum á sínum tíma.

KR fékk góðan liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Dominos-deild kvenna þegar félagið samdi við Kiönu Johnson um að leika með liðinu á tímabilinu sem hefst í næsta mánuði.

Karfan.is greinir frá þessu í dag.

KR komst upp í efstu deild á nýjan leik síðasta vor eftir að hafa farið í gegnum 1. deildina án þess að tapa leik. Töpuðu þær hvorki leik í deildarkeppninni né úrslitakeppninni.

Johnson var á sínum tíma valinn leikmaður ársins í NCAA Division tvö með Virginia Union háskólanum ásamt því að leika með Michigan State háskólanum fyrstu árin sín í háskólaboltanum.

Var hún ekki valin í nýliðavali WNBA-deildinni og hélt hún til Finnlands þar sem hún samdi fyrst við lið Forssan Alku.

Fór hún þaðan yfir til Honka sem hún lék með á síðasta tímabili. Var hún einn besti leikmaður deildarinnar með 17,4 stig, 6,7 fráköst og 5,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflavík sendir tvo erlenda leikmenn heim

Körfubolti

„Gerðum of mörg mistök til að vinna leikinn“

Körfubolti

Portúgal vann nauman sigur á Íslandi ytra

Auglýsing

Nýjast

Guðjón framlengdi í Garðabænum

Íslandsmeistarar Fram byrjuðu á sigri á Selfossi

Varamaðurinn Firmino hetja Liverpool í kvöld

Fékk fjögurra leikja bann fyrir hrákuna

Messi byrjaði á þrennu gegn PSV

Lampard sektaður eftir að hafa verið rekinn upp í stúku

Auglýsing