Kvennalandsliðið í knattspyrnu var valið lið ársins í árlegu kjöri samtaka Íþróttafréttamanna en kjörið var tilkynnt rétt í þessu. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalandsliðið í knattspyrnu er valið lið ársins.

Yfirburðir kvennalandsliðsins í kjörinu voru miklir en af 150 stigum sem voru í boði fékk kvennalandsliðið 148 stig.

Stelpurnar okkar tryggðu sér þátttökurétt í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð fyrr á þessu ári.

Ísland var eitt þriggja stigahæstu liðanna í öðru sæti eftir að hafa fengið nítján stig af 24 í átta leikjum.

Í átta leikjum á þessu ári unnust fimm sigrar, eitt jafntefli og tveimur leikjum lauk með tapi.

I öðru sæti í kjörinu var U21 ára lið Íslands í knattspyrnu sem komst á EM á dögunum. Það er í annað sinn sem U21 ára lið Íslands kemst í lokakeppni stórmóts.

Í þriðja sæti var kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu sem vann Íslandsmeistaratitilinn og var komið í undanúrslit bikarsins áður en Íslandsmótið var flautað af vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.