Þær eru því í 16. sæti á nýjasta listanum en besti árangur liðsins frá upphafi er 15. sætið sem náðist fyrst árið 2011 og síðast árið 2013.

Ísland og Danmörk færa sig upp um eitt sæti á listanum á kostnað Kína sem er nú í 17. sæti listans.

Bandaríkin eru áfram í efsta sæti listans en Svíþjóð nær öðru sætinu af Þýskalandi. Þá ná Ólympíumeistarar Kanada sjötta sæti listans á kostnað Englands.

Næsta verkefni kvennalandsliðsins er undankeppni HM 2023 sem hefst í haust.

Þar hefur Ísland leik gegn Hollandi á Laugardalsvelli þann 21. september næstkomandi en Holland tapaði á dögunum naumlega gegn Bandaríkjunum í átta liða úrslitum á Ólympíuleikunum.