Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu mæta Grikkjum í næstsíðasta leik liðins í undankeppni EuroBasket 2021 en leikirnir fara fram í Ljubljana í Slóveníu.

Íslenska liðið er án sigurs eftir fjórar umferðir en Ísland enn tölfræðilegan möguleika á að komast áfram með sigrum á Grikklandi og Slóveníu.

Fyrri leik liðanna lauk með 35 stiga sigri Grikklands en það var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið mætti Grikklandi í körfubolta.

Hildur Björg Kjartansdóttir er komin aftur inn í lið Íslands eftir að hafa misst af síðasta verkefni en Helena Sverrisdóttir er ekki með liðinu.

Ásta Júlía Grímsdóttir gæti fengið eldskírn sína með kvennalandsliðinu í kvöld en hún er eini nýliðinn í hópnum.