Kvenna­lands­lið Ís­land í hóp­fim­leikum keppir um Evrópu­meistara­titilinn klukkan 14:50. Mótið er í beinni á RÚV 2 og má reikna með að harðri keppni milli Ís­lands og Sví­þjóðar um titilinn í ár.

Sænska kvenna­lands­liðið hefur ráðið lofum og lögum í hóp­fim­leikum á síðustu árum en lands­lið Ís­lands hefur ekki verið jafn sterkt í ára­raðir.

Einungis 0,950 stig skildi liðin að í undan­úr­slitunum og leiddi Sví­þjóð öll lið inn í úr­slitin. Jafn­gildir það einu falli og því stefnir allt í hreina lendingar­keppni milli landanna tveggja.

Þjálfarar lands­liðsins hafa legið yfir upp­tökum af mótinu síðan þá og gert við­eig­andi breytingar.

Stúlkna­lið Ís­lands í ung­linga­flokki var einungis 0,1 stigi frá titlinum í gær er liðið nældi sér í silfur. Kvenna­lið Ís­lands getur því hefnt harma stúlkna­liðsins á eftir.