Í kvöld verður íslenskur dómarakvartett sem mun dæma leik Wales og Færeyja í undankeppni EM 2021 í Wales. Er það í fyrsta sinn sem fjórar íslenskar konur skipa dómarakvartett í alþjóðlegum leik A-landsliða, sem fer fram ytra.

Bríet Bragadóttir, sem hefur unnið við alþjóðleg verkefni undanfarin sex ár, verður á flautunni og henni til aðstoðar verða þær Rúna Kristín Stefánsdóttir og Eydís Einarsdóttir. Varadómarinn sem verður til taks er Bergrós Unudóttir.

Velska liðið er í harðri baráttu um annað sætið í riðlinum, en færeyska liðið er án stiga eftir fimm umferðir. Leikurinn fer fram í Cardiff og hefst 18.05 að íslenskum tíma.