Í nýjustu styrkleikaröðun evrópska handboltasambandsins, EHF, fellur karladeildin niður um eitt sæti en kvennadeildin fer upp um eitt sæti.

Með því er Íslandsmót kvenna hærra skrifað hjá evrópska handboltasambandinu en Íslandsmót karla.

Það þýðir að Ísland heldur áfram réttinum á fjórum Evrópusætum á ári hverju í karla- og kvennaflokki en fær ekki sæti í Meistaradeild Evrópu.

Kvennadeildin fer ásamt Finnlandi upp fyrir deildarkeppnina í Norður-Makedóníu í 25-26. sætið.

Karladeildin fellur um eitt sæti á kostnað serbnesku deildarinnar og er nú í 26. sæti.

Hægt er að sjá styrkleikaröðunina hér.