Með því varð knattspyrna fyrsta íþróttagreinin þar í landi til að setja á laggirnar atvinnumannadeild fyrir konur en til þessa hefur deildin ekki verið viðurkennd sem slík.

Undanfarin tvö ár hefur áhuginn á kvennadeildinni stóraukist og hefur útsendingum í sjónvarpi fjölgað um 81 prósent á stuttum tíma.

Fyrir vikið var ákveðið að taka þetta skref sem hluta af fimm ára markmiði við að bæta kvennaknattspyrnu í landinu og tekur breytingin gildi haustið 2022.

Tveir Íslendingar leika í efstu deild á Ítalíu þessa dagana en þær Guðný Árnadóttir og Lára Kristín Pedersen leika með Napoli á láni.

Guðný var keypt til stórveldisins AC Milan á síðasta ári en Lára Kristín er á láni frá KR.