Reiðir stuðningsmenn Los Angeles Clippers gengu svo langt að kveikja í treyju af Paul George eftir að liðið datt út í úrslitakeppninni aðfaranótt miðvikudags.

Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag stóðst lið Clippers ekki væntingar í ár og er úr leik í úrslitakeppninni. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Clippers fellur á prófinu með lið í fremstu röð.

Í úrslitakeppninni var ekki sjón að sjá George sem á að heita ein af stjörnum deildarinnar en var gjörsamlega út á túni. Clippers greiddi morðfjár til að bæta honum við hópinn síðasta sumar og kolféll hann á fyrsta prófi.

Afleiðingar þess voru að stuðningsmaður Clippers kveikti í treyju af Leonard og tók það upp til að deila á samskiptamiðlum.

Óvíst er hvort að skilaboðin berast til George en ljóst að þessi blóðheiti stuðningsmaður þurfti að sjá eftir treyju þetta kvöld.