Það má með sanni segja að Edinson Cavani hafi látið ákveðinn hóp stuðningsmanna Manchester United fara í taugarnar á sér eftir síðasta leik liðsins á tímabilinu sem endaði með 1-0 tapi gegn Crystal Palace. Eftir leik gaf Cavani stuðningsmönnum puttann þegar hann steig upp í liðsrútu félagsins.
Cavani er á förum frá Manchester United á frjálsri sölu þar sem samningur hans er að renna út. Hann spilaði 15 leiki fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skoraði aðeins tvö mörk.
Myndband hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir það sem var síðasti leikur Cavani í leikmannahóp Manchester United. Cavani sést þar gefa ákveðnum stuðningsmönnum Manchester United puttann eftir að þeim tókst að fara í taugarnar á honum.
Cavani hates the United fans loooool pic.twitter.com/wa5yiS1gK7
— Benedict (@BenM_CPFC) May 22, 2022
Cavani gekk til liðs við Manchester United á frjálsri sölu frá Paris Saint-Germain í október árið 2020 og hann spilaði alls 59 leiki fyrir félagið, skoraði 19 mörk og gaf 7 stoðsendingar.
Ítalski knattspyrnusérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að Úrúgvæski framherjinn horfi nú hýru auga til spænsku úrvalsdeildarinnar.
Manchester United officially confirm Edinson Cavani’s departure on a free transfer. It’s over and it was already decided last February. 🔴🇺🇾 #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 23, 2022
Cavani wants La Liga move but he will now explore options with his agents. ⤵️ https://t.co/4KL6H9JTD5