Gavin Escobar, fyrrum leikmaður NFL liðs Dallas Cowboys er einn tveggja klifurmanna sem fundust látnir við Tahquitz Rock í Suður-Kaliforníu. Frá þessu er greint í fjölmiðlum vestanhafs í dag.

Hjálparkall kom frá alvarlega slösuðum klifurmönnum um hádegisbilið á miðvikudaginn, þegar viðbragðsaðilar mættu á vettvang voru Gavin Escobarr og Chelsea Walsh látnir.

Í yfirlýsingu sem birtist frá viðbragðsaðilum má greina að teymi hafi þurft að athafna sig í miklum bratta en rignt hafði á svæðinu degi áður en yfirvöld vilja ekkert staðfesta hvort veðurfarslegar ástæður hafi átt þátt í dauða Escobar og Walsh.

Escobar var valinn af Dallas Cowboys í nýliðavali NFL deildarinnar árið 2013 og hann spilaði með liðinu til ársins 2016. Eftir það stoppaði hann stutt hjá liðum á borð við Kansas City Chiefs, Baltimore Ravens, Cleveland Browns og Miami Dolphins áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2019 og gerðist slökkviliðsmaður á Long Beach í Kalifórniu.

Gavin Escobar skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Gavin Escobar
Fréttablaðið/GettyImages