Hreiðar er þó ekki mættur til æfinga í þeim tilgangi að standa vaktina í markinu, heldur er hann hluti af þjálfarateymi landsliðsins í vikunni og hefur það verkefni að leiðbeina markvörðum hópsins.

Hreiðar Levý er þar með að fylla upp í skarð sem Tomas Svensson, fyrrum markvarðarþjálfari landsliðsins skildi eftir sig er hann hætti störfum í febrúar fyrr á þessu ári.

Í samtali við handbolti.is segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdarstjóri HSÍ, ekki vera búið að ráða Hreiðar í starfið. Hann verði með liðinu út vikuna og að staðan verði síðan metin. Hreiðar er núverandi markvarðaþjálfari íslenska U-21 árs landsliðsins og ÍR.

Hreiðar Levý þarf ekki að kynna fyrir handboltaáhugafólki þessa lands, hann var fastamaður í íslenska landsliðinu frá árunum 2005-2012 og var meðal annars hluti af liðinu sem hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.