Englendingar eru komnir á EM eftir stórsigurinn á Svartfjallalandi 7-0. Landsliðið mætti í heldur íslensku veðri á æfingu í morgunsárið og hristu af sér mesta hrollinn en liðið leikur við Kósóvó á morgun. Liverpool leikmennirnir Jordan Henderson og Joe Gomez eru farnir úr hópnum vegna meiðsla.

Gomez meiddist eftir samstuð við Kieran Trippier og Henderson er enn að berjast við sýkingu. Hér má sjá nokkrar myndir af æfingu Englands í morgun.