KSÍ vísaði í dag kærum KR og Fram frá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ eftir að félögin kærðu ákvörðun KSÍ að stöðva Íslandsmótið sem kom niður á þessum sögufrægu félögum.

Búast má við að félögin áfrýji og að málið haldi áfram fyrir áfrýjuardómstól KSÍ en KR og Fram hafa þrjá daga til að ákveða næsta skref.

Samkvæmt dómsúrskurðinum er aga- og úrskurðarnefnd ekki heimilt að taka fyrir slík mál og tókst hvorki KR né Fram að sýna fram á að aga- og úrskurðarnefnd hafi heimild til þess.

Þá sé ekkert í lögum né reglugerð KSÍ um að aga- og úrskurðarnefnd geti breytt aðgerðum eða gripið til viðurlaga vegna ákvarðanna stjórnar KSÍ. Því hafi málið verði fellt niður.

Félögin ákærðu úrskurð KSÍ að ákveða að stöðva Íslandsmótið fyrr í þessum mánuði. KR átti leik til góða gegn Stjörnunni en missti af Evrópusæti vegna regluverks KSÍ um að farið yrði eftir meðalfjölda stiga.

Fram þurfti að horfa á eftir sæti í efstu deild til Leiknis þótt að félögin væru með jafn mörg stig. Þá var úrskurðað að Leiknir skyldi fara upp á betri markatölu en ekkert kemur fram um að gripið yrði til markatölu í reglugerðinni sem KSÍ setti fram fyrr á þessu ári.

Dómana í heild sinni má sjá hér í máli KR og hér í máli Fram.