KSÍ birti í dag fréttatilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kom að Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, myndi styðja framboð Aleksander Ceferin til áframhaldandi setu sem forseti UEFA.

Framundan eru forsetakosningar hjá evrópska knattspyrnusambandinu á næsta ári á 43. þingi sambandsins í Róm í byrjun febrúar þar sem forsetakosningar til þriggja ára fara fram.

Ceferin tók við störfum sem forseti FIFA þann 14. september 2016 af hinum spænska Ángel María Villar sem leysti Michel Platini tímabundið af. 

Var Platini vikið frá störfum árið 2015 og settur í bann frá störfum tengdri knattspyrnu stuttu síðar fyrir þátt sinn í mútuþægni og spillingu innan sambandsins.

Munu öll Norðurlöndin sex styðja við bakið á Ceferin eftir að ákvörðun var tekin um það á árlegum fundi knattspyrnusambanda þjóðanna í Helsinki á dögunum.