Á dögunum vakti það mikla athygli þegar lið af höfuðborgarsvæðinu mætti ekki til leiks í leik gegn Vestra í 4 flokki kvenna. Leikurinn átti að fara fram á Ísafirði.

KSÍ skoðar það nú að herða refsingar sínar þegar lið mæta ekki til leiks. „ Skoða þarf í haust hvort ástæða sé til að hækka sektir þegar ekki er mætt til leiks fyrir næstu fjárhagsáætlun," segir í fundargerð.

Úr fundargerð KSÍ:
a. Rætt um frestanir leikja í yngri flokkum og lagt fram minnisblað starfshóps mótanefndar í mótamálum yngri flokka. Stjórn KSÍ samþykkti að senda bréf á aðildarfélög þar sem þau eru hvött að mæta til leiks í samræmi við leikjaniðurröðun. Skoða þarf í haust hvort ástæða sé til að hækka sektir þegar ekki er mætt til leiks fyrir næstu fjárhagsáætlun. Stjórn óskar eftir því við mótanefnd að skoðað verði hvort að hægt sé að vinna frekari tölfræði um málið.