Óháð nefnd á vegum ÍSÍ sem rannsakaði starfsemi KSÍ í ljósi ásakana um þöggunartilburði vegna kynferðisbrota karlalandsliðsins komst að niðurstöðu að það þrátt fyrir að konur væru í minnihluta innan KSÍ væru ekki aðstæður til staðar sem hamli þátttöku kvenna í starfi sambandsins.

Þetta kom fram í niðurstöðu á skýrslu nefndarinnar sem var kynnt í höfuðstöðvum ÍSÍ í dag

Nefndin ræddi við fimmtíu aðila innan knattspyrnuhreyfingarinnar og miðað við niðurstöðurnar úr viðtölunum og gögnum sem eru til staðar sé ekki hægt að fullyrða að það séu aðstæður innan KSÍ sem komi í veg fyrir þátttöku kvenna.

Á sama tíma bendir skýrslan á að í knattspyrnuheiminum hafi hallað á konur um árabil, líkt og í mörgum öðrum íþróttum og að hluta ástæðunnar megi rekja til þess að tekjurnar í karlaknattspyrnu séu margfalt hærri en í kvennaknattspyrnu.

Nefndin segir ljóst að KSÍ hafi unnið markvisst að því að jafna aðbúnað karla- og kvennalandsliðsins og gripið til aðgerða til að auka hlut kvenna innan hreyfingarinnar sem hafi gengið misvel.

Hlutfall kvenna sem starfi innan knattspyrnuhreyfingarinnar sé enn lágt og ekki í takt við hlutfall kveniðkenda en að það hafi verið tekin skref í rétta átt á síðustu árum.