Knattspyrnusambönd Norðurlandanna, þar á meðal Knattspyrnusamband Íslands, sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem samtökin lýstu sig algjörlega mótfallin því að fjölga stórmótum í knattspyrnu.

Arsene Wenger, tæknilegur ráðgjafi FIFA og Giannis Infantino, forseti FIFA, hafa undanfarna mánuði lýst yfir stuðningi að stórmót í knattspyrnu, karla- og kvenna, fari fram á tveggja ára fresti.

Í ályktuninni er lýst yfir áhyggjum yfir því að þetta komi helst niður á HM og EM kvenna og sé líklegt til að skaða aðdráttarafl EM.

Með því að fjölga Heimsmeistarakeppnum minnki vægi Evrópumóts karla- og kvenna og setur það framtíðaráhorf mótsins í hættu.

Þá séu slík áform líkleg til að riðla leikjafyrirkomulagi sem ríki ánægja með eins og staðan er í dag.