Nýtt landliðsmerki landsliða Íslands í knattspyrnu var birt á samfélagsmiðlum knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, rétt í þessu. Auðkenni KSÍ verða hér með tvö í grunninn í stað eins áður. Merki KSÍ, sem hefur verið kynnt, og svo merki landsliðanna sem birt er í dag.

Merkið er hannað af Brandenburg, en KSÍ samdi 2019 við aug­lýs­inga­stof­una um stuðning við mót­un, upp­bygg­ingu og þróun á vörumerkj­um sam­bands­ins.

KSÍ hefur gert sex ára samning við íþróttavörumerkið PUMA og munu landsliðin klæðast treyjum frá merkinu í verkefnum liðsins héðan af. Nýja landsliðsmerkið mun prýða treyju landsliðanna sem verður kynnt formlega í lok ágúst.

Myndskeið þar sem merkið og búningurinn eru sýnd má sjá hér að neðan:

Inni á vefsíunni landvaettir.ksi.is má sjá upplýsingar um þróun landsliðsmerksins og myndir af merkinu.