Tilkynning barst rétt í þessu frá Knattspyrnusambandi Ísland þar sem fram kom að blaðamannafundur varðandi þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins fari fram í höfuðstöðvum KSÍ á morgun.
Er orðið nokkuð ljóst að hinn sænski Erik Hamrén er að taka við liðinu af Heimi Hallgrímssyni sem ákvað ekki að endurnýja samning sinn eftir Heimsmeistaramótið í sumar.
Hefur Hamrén unnið sem tæknilegur ráðgjafi hjá Mamelodi Sundowns undanfarna mánuði en félagið staðfesti í gær að hann hefði hætt störfum til að taka við íslenska landsliðinu.
Tók hann við sænska landsliðinu árið 2009 af Lärs Lagerback og undir hans stjórn komst Svíþjóð tvívegis á EM en mistókst að komast á HM. Sagði hann upp störfum eftir EM 2016 í Frakklandi.