Markaðsstjóri KSÍ er búinn að staðfesta að samningur KSÍ og Errea verði ekki endurnýjaður og búið sé að semja við annað fyrirtæki.

Stefán Gunnarsson, markaðsstjóri KSÍ, staðfesti þetta í samtali við Fotbolti.net í dag.

„Við erum samningsbundnir Errea út júní 2020 og það er ekkert í spilunum að það breytist. En við erum búin að gera nýjan búningasamning sem tekur við af þeim samningi," segir Stefán í samtali við Fotbolti.net.

Stefán sagðist ekki geta staðfest að næsti samningur væri við Puma en hávær orðrómur heyrist um að þýski íþróttavöruframleiðandinn taki við af Errea í sumar.