Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands hefur mót­tekið erindi frá Al­þjóða knatt­spyrnu­sam­bandinu (FIFA) er varðar beiðni sam­bandsins til aðildar­fé­laga sinna að nefna einn völl í höfuðið á brasilísku knatt­spyrnu­goð­sögninni Pelé sem lést undir lok síðasta árs. 

Þetta kemur fram í fundar­gerð stjórnar KSÍ frá því þann 10. janúar síðast­liðinn. 

Sam­hliða erindi FIFA um Pelé-völl var tekið fyrir erindi frá Breið­dals­vík vegna Pelé vallar en þar ku vera á­hugi á að nefna knatt­spyrnu­völl eftir Pelé. 

Erindið frá Breið­dals­vík verður skoðað nánar eftir því sem kemur fram í fundar­gerð KSÍ.