HM 2018 í Rússlandi

KSÍ greiddi Ameríku sitt atkvæði

Sameiginleg umsókn þriggja Ameríkulanda fékk yfirburðakosningu þegar kosið var um hvar halda ætti heimsmeistaramótið 2026.

Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Fréttablaðið/Eyþór

Knattspyrnusamband Íslands greiddi sameiginlegri umsókn Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó sitt atkvæði þegar kosið var um hvar ætti að halda HM 2026. Á heimasíðu KSÍ segir:

Umsóknin fékk mjög góða umsögn frá FIFA og keppnin hafði, að áliti KSÍ, hafa alla burði til þess að verða árangursrík á öllum þeim mælikvörðum sem stuðst var við í umsóknarferlinu.

Sameiginleg umsókn Ameríkulandanna fékk afgerandi kosningu; 134 atkvæði gegn 65 atkvæðum Marokkó.

Því er spáð að HM 2026 skili FIFA 11 milljörðum Bandaríkjadala í hagnað.

HM 2026 verður að stærstum hluta haldið í Bandaríkjunum. Sextíu af 80 leikjum fara þar fram og allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitunum. Tíu leikir fara fram í Kanada og Mexíkó.

Leikið verður á 10 leikvöngum í Bandaríkjunum, þremur í Kanada og þremur í Mexíkó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

KSÍ kynnir nýjan þjálfara á morgun

HM 2018 í Rússlandi

Mark Pavard gegn Argentínu kosið besta mark HM

HM 2018 í Rússlandi

Aðstoðarþjálfari Nígeríu gripinn við mútuþægni

Auglýsing

Nýjast

HK aftur á sigurbraut í kvöld

Sigur á Þýskalandi kom Íslandi áfram

Hannes og fé­lagar úr leik í Meistara­deildinni

Ramos skaut á Klopp: Vantaði af­sökun fyrir tapinu

Mark Bale gegn Liverpool kemur ekki til greina sem mark ársins

Albert til AZ Alkmaar

Auglýsing