Sport

KSÍ greiddi Ameríku sitt atkvæði

Sameiginleg umsókn þriggja Ameríkulanda fékk yfirburðakosningu þegar kosið var um hvar halda ætti heimsmeistaramótið 2026.

Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Fréttablaðið/Eyþór

Knattspyrnusamband Íslands greiddi sameiginlegri umsókn Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó sitt atkvæði þegar kosið var um hvar ætti að halda HM 2026. Á heimasíðu KSÍ segir:

Umsóknin fékk mjög góða umsögn frá FIFA og keppnin hafði, að áliti KSÍ, hafa alla burði til þess að verða árangursrík á öllum þeim mælikvörðum sem stuðst var við í umsóknarferlinu.

Sameiginleg umsókn Ameríkulandanna fékk afgerandi kosningu; 134 atkvæði gegn 65 atkvæðum Marokkó.

Því er spáð að HM 2026 skili FIFA 11 milljörðum Bandaríkjadala í hagnað.

HM 2026 verður að stærstum hluta haldið í Bandaríkjunum. Sextíu af 80 leikjum fara þar fram og allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitunum. Tíu leikir fara fram í Kanada og Mexíkó.

Leikið verður á 10 leikvöngum í Bandaríkjunum, þremur í Kanada og þremur í Mexíkó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

ÍR, KR og Njarðvík í Höllina

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Sport

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Auglýsing

Nýjast

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Hilmar hafnaði í 20. sæti

Auglýsing