Sport

KSÍ greiddi Ameríku sitt atkvæði

Sameiginleg umsókn þriggja Ameríkulanda fékk yfirburðakosningu þegar kosið var um hvar halda ætti heimsmeistaramótið 2026.

Guðni Bergsson er formaður KSÍ. Fréttablaðið/Eyþór

Knattspyrnusamband Íslands greiddi sameiginlegri umsókn Kanada, Bandaríkjanna og Mexíkó sitt atkvæði þegar kosið var um hvar ætti að halda HM 2026. Á heimasíðu KSÍ segir:

Umsóknin fékk mjög góða umsögn frá FIFA og keppnin hafði, að áliti KSÍ, hafa alla burði til þess að verða árangursrík á öllum þeim mælikvörðum sem stuðst var við í umsóknarferlinu.

Sameiginleg umsókn Ameríkulandanna fékk afgerandi kosningu; 134 atkvæði gegn 65 atkvæðum Marokkó.

Því er spáð að HM 2026 skili FIFA 11 milljörðum Bandaríkjadala í hagnað.

HM 2026 verður að stærstum hluta haldið í Bandaríkjunum. Sextíu af 80 leikjum fara þar fram og allir leikirnir frá og með 8-liða úrslitunum. Tíu leikir fara fram í Kanada og Mexíkó.

Leikið verður á 10 leikvöngum í Bandaríkjunum, þremur í Kanada og þremur í Mexíkó.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Hann­es: Töp­um van­a­leg­a ekki á heim­a­vell­i

Fótbolti

Rúnar Már: Slæmir kaflar í upphafi hálfleikjanna

Fótbolti

„Íslenska liðið neitaði að gefast upp í kvöld“

Auglýsing

Nýjast

Gylfi Þór: Eitt besta lið í heiminum í að refsa

Ragg­i Sig: „Áttum meir­a skil­ið“

„Ísland gerði okkur afar erfitt fyrir í kvöld“

Al­freð: „Svekkj­and­i að við byrj­uð­um ekki fyrr“

Hamrén: Erum í þessu til að vinna leiki

Freyr: „Þetta tekur tíma“

Auglýsing