Móta­nefnd Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands hefur tekið þá á­kvörðun að fresta öllum leikjum í meistara­flokki sem eru á dag­skrá laugar­daginn 8. ágúst. Þetta er gert vegna ó­vissu í tengslum við CO­VID-19 far­aldurinn hér á landi.

Þá ríkir ó­vissa um það hvort leikir sem fara áttu fram á sunnu­dag fari fram, en á­kvörðun um það mun liggja fyrir í síðasta lagi klukkan 14 á morgun. Þetta kemur fram á vef KSÍ.

Sam­hliða þessar á­kvörðun hefur móta­nefnd á­kveðið að fresta öllum leikjum sem fara áttu fram um helgina í 2. og 3. flokki karla og kvenna.

Ekki hefur verið spilað í ís­lenska boltanum síðan í lok júlí­mánaðar.

Á laugardag áttu fimm leikir að fara fram í 1. deild karla og einn leikur í 1. deild kvenna og fjölmargir leikir í neðri deildum. Á sunnudag stendur til að spila fimm leiki í Pepsi Max deild karla en sem fyrr segir er enn óvíst hvort þeir fari fram.