Guðni Bersson, formaður KSÍ, segir að mál Gylfa Þórs Sigurðssonar sé ekki komið inn á borð KSÍ. Málið er litið mjög alvarlegum augum.

RÚV greinir frá þessu í tíufréttum. Þá kemur fram að stjórn KSÍ muni líklega funda um málið í dag.

Guðni segir að sambandinu hafi ekki borist nein tilkynning um að landsliðsmaður hafi verið handtekinn í Englandi.

Everton staðfesti í gær að leikmaður félagsins hefði verið handtekinn en ekki var gefið út hver leikmaðurinn sem um ræðir var.

Í morgun greindi Mbl.is frá því að maðurinn sem um ræddi væri íslenski landsliðsmaðurinn.

Áður hafði verið gefið út að maðurinn sem um ræddi væri 31 ára og fastagestur í landsliði sínu.

Samkvæmt breskum fjölmiðlum var leikmaðurinn sem um ræðir handtekinn á föstudag og yfirheyrður af lögreglu sem gerði hluti upptæka á heimili leikmannsins.

Eftir yfirheyrslu fékk leikmaðurinn að halda heim en er kominn í tímabundið leyfi á meðan unnið er úr málinu.