KSÍ mun bjóða leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins að sitja fyrstu stig þjálfaranámskeiðsins í æfingarferð liðsins til Spánar.

Jón Þór Hauksson, þjálfari kvennalandsliðsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi landsliðsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem leikmönnum verður boðið að sitja þjálfaranámskeið í slíkri ferð og verður farið yfir fyrstu tvö stigin í þjálfaramenntun.