Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid og þýska landsliðsins, er ósáttur með það hvernig Mesut Özil hætti bara skyndilega með landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar.

Özil hætti á dögunum og sagði að forsendur þess væru fordómar af hálfu þýsku þjóðarinnar. 

Þegar liðið tapaði væri hann tyrkneskur en þegar vel gengi væri hann Þjóðverji.

Var hann talsvert gagnrýndur eftir að mynd birtist af honum með forseta Tyrklands, Tayyip Erdogan, í maí. 

Slapp Ilkay Gundongan sem var með þeim á myndinni við alla gagnrýni en þeir eru báðir af tyrkneskum ættum.

Vildi þýska knattspyrnusambandið ekkert tjá sig um málið á sínum tíma og var Özil ósáttur að þeir skyldu ekki koma honum til varnar.

„Hann átti skilið betri endalok með þýska landsliðinu eftir allt sem hann hefur gert en þetta var röng leið til að fara út. Hann segir vissulega réttmæta hluti en það fellur í skugga bullsins sem hann lætur hafa eftir sér. Hann veit það vel að það eru ekki kynþáttafordómar hjá liðinu né knattspyrnusambandinu.“